CareLink

CareLink meðferðarhugbúnaður er til í tveimur útgáfum, CareLink Personal sem vistaður er á netinu og CareLink Pro sem hægt er að nálgast hjá okkur í Inter Medica.

Ef þú ert með CareLink USB og notar Contour Link blóðsykursmæli getur þú hlaðið niður blóðsykursmælingum af dælunni og borið þær saman við insúlínnotkun alls staðar sem þú hefur aðgang að interneti og tölvu í gengum CareLink Personal.

CareLink PRO hugbúnaðurinn er hugsaður fyrir heilbrigðisstarfsmenn og er settur upp í viðkomandi tölvu, þ.e. hann er ekki vistaður á netinu eins og CareLink Pesonal. Skýrslurnar í CareLink PRO eru nákvæmari og með ítarlegri upplýsingum en skýrslunar í CareLink Personal. Eftir að forritið hefur verið sett upp eru lesin af blóðsykursgögn og ítarlegar upplýsingar varðandi dælunotkunina þráðlaust með CareLink USB tenginu.


Hvernig getur þú nýtt þér upplýsingarnar frá CareLink?

Til að hafa betri stjórn skýrslur sem auðvelt er að lesa úr hjálpa þér til að skilja áhrif insúlíns, kolvetna og hreyfingar á blóðsykursgildi þín.

Til að auðvelda þér að finna mynstur og vandamál einföld gröf og töflur sýna það sem þú þarft að vita.

Til að vinna með meðferðaðila þínum úr fjarlægð þú getur vistað, prentað eða sent skýrslur með tölvupósti

Til að fá fyllri mynd ef þú nýtir þér samfellda sykurmælingu þá getur þú fengið heildarmyndina, þú sérð heildar blóðsykurssveiflur, blóðsykursmælingar og áhrif hreyfingar - allar þessar upplýsingar á einum stað - engin þörf lengur fyrir skráningarbækur.

Að skilja áhrif insúlínskammta, matarvenja, reglulegrar hreyfingar og lyfja á blóðsykursgildi þín er lykilinn að bættri insúlíndælumeðferð. Þú getur séð orsakir og afleiðingar í einföldum súluritum, gröfum og töflum til að skilgreina betur mynstur og vandamál. Þetta getur hjálpað þér að finna undirrót hárra og lágra blóðsykursgilda á ákveðnum tímum.