BILUN Í DÆLU

Bilun í dælu

Ef dælan þín bilar þá skiptir mestu máli að huga að blóðsykrinum, mæla hann og gefa þér insúlín með einnota sprautu fyrir insúlín (þær er hægt að nálgast m.a. hjá InterMedica) eða með insúlínpenna. Ávallt ætti að hafa einnota sprautur eða penna meðferðis. Það er hægt að draga insúlín upp úr forðahylkinu með einnota sprautu ef insúlínglasið er ekki innan handar. Fyrir utan dagvinnutíma er ávallt innkirtlasérfræðingur á vakt á LSH, hægt er að hringja í skiptiborð (543-1000) og biðja um innkirtlasérfræðing. Mikilvægt er að fylgjast með ketónum og gera viðeigandi ráðstafanir í samráði við innkirtlasérfræðing ef þörf krefur. Þegar búið er að athuga með blóðsykurinn getur þú haft samband við okkur hjá InterMedica og við gerum viðeigandi ráðstafanir og skiptum út biluðu dælunni við fyrsta tækifæri.

Þú getur hringt í okkur í síma: 564-5055 eða sent tölvupóst á medica@medica.is.

Utan skrifstofutíma getur þú hringt í Þórunni í síma:820-6903 eða Sigrúnu í síma:820-6901

Hér að neðan er tengill á hjálparsíðu fyrir insúlíndælur

http://www.medtronic-diabetes.co.uk/help-support.html

Nafn (skylda)

Netfang (skylda)

Erindi

Skilaboð