MINIMED 780G KERFI MEÐ SMARTGUARD sjálfvirkri insúlíngjöf og leiðréttingum

Kerfið aðlagar sjálfvirkt insúlíngjöfina á 5 mín. fresti byggt blóðsykrinum hverju sinni. Þú þarft einfaldlega að setja inn kolvetnin áður en þú borðar og bregðast við fyrirmælum frá kerfinu. Hafðu samband við þinn meðferðaraðila eða okkur til að fá frekari upplýsingar um MiniMedTM 780G kerfið.

Lifðu meira í núinu

MiniMed 780G kerfið með SmartGuardTM sjálfvirkri insúlíngjöf gefur þér frelsi til að hugsa minna um sykursýkina. Kerfið hugsar um þig til þess að þú getir einbeitt þér að verkefnum dagsins.

Léttir undir með þér í sambandi við íþróttir og hreyfingu

MiniMed 780G krefið hjálpar þér að draga úr truflunum tengdum sykursýkinni í þegar þú stundar íþróttir og hreyfingu. Krefið aðlagar sjálfkrafa insúlíngjöfina til þess að þú lendir síður í sykurfalli á meðan á hreyfingu stengdur og einnig á eftir hreyfingu.

Njóttu máltíða án truflana

Fyrir máltíðir þarftu einfaldlega að athuga með blóðsykurinn og setja inn kolvetnin í matnum. Í stað þess að reikna út insúlínþörfina lætur þú dæluna sjá um útreikninginn.