Fræðslufundur fyrir krakka á aldrinum 17-25 ára

Sumarbúðir Unglinga í Svíþjóð
janúar 6, 2013
Fræðslufundur 31. október
október 6, 2013

Fræðslufundur fyrir krakka á aldrinum 17-25 ára

Laugardaginn 26. febrúar var haldinn fræðslufundur á vegum Inter Medica í samstarfi við Göngudeild sykursjúkra og Barnaspítalann.

Á fundinn mættu um 20 krakkar með góða skapið og insúlíndælurnar sínar. Ragnar Bjarnasson læknir, Arna Guðmundsdóttir læknir, Bertha M. Ársælsdóttir næringarfræðingur og Stefán Pálsson dæluhafi og Íslandsmeistari á gönguskíðum héldu erindi.

Allir voru mjög ánægðir með fundinn og sérstaklega veitingarnar sem voru í boði. Að loknum fundi fóru krakkarnir í keilu þar sem ákafinn og fjörið var mikið.