Medtronic insúlíndælan er örugg í flugi

Tengill á hjálparsíðu fyrir insúlíndælur
febrúar 6, 2014
Nýjir tenglar – smáforrit (app) fyrir kolvetnatalningu
apríl 6, 2014

Medtronic insúlíndælan er örugg í flugi

Okkur hafa borist fyrispurnir varðandi loftbólur í insúlínhylki í tengslum við flug. Við viljum því koma því á framfæri að lokið á forðahylkjum frá Medtronic er sérhannað til að koma í veg fyrir að þrýstingsbreytingar eins verða í flugi hafi áhrif. Medtronic er með einkaleyfi á þessari hönnun loksins, það eru 4 loftop sem sjá um að jafna þrýstinginn og skapa þannig örugga lekafría tengingu, þegar „klikk“ hljóðið heyrist á lokið að vera komið á réttan stað á forðahylkið.