Sumarbúðir Unglinga í Svíþjóð

Fræðslufundur fyrir krakka á aldrinum 17-25 ára
apríl 6, 2013

Sumarbúðir Unglinga í Svíþjóð

Krakkar_svithjod

Að morgni þann 13 júní stigu 38 ungmenni upp í flugvél á leið sinni til Svíþjóðar þar sem sumarbúðir unglinga voru haldnar þetta árið. Í för með hópnum var 8 manna einvala lið undir forustu Ragnars Bjarnasonar yfirlæknis á Barnaspítalanum.

Fyrstu 3 næturnar gisti hópurinn á skútu sem sigldi um vesturströnd Svíþjóðar og tóku krakkarnir virkan þátt í því að sigla skútunni. Síðustu tvo dagana var farið í tívolí og verslunarleiðangur í Gautaborg.

Krakkarnir fengu allskyns veður á skútunni, rigningu og rok en einnig sól og blíðu. Krakkarnir fengu að hoppa í sjóinn og synda í sólinni og var sannkölluð sólbaðsstemmning þegar krakkarnir létu sólina þurrka bleytuna.

Ferðin gekk stórslysalaust fyrir sig og komu allir mjög ánægðir heim eftir frábæra ferð. Í ferðinni var kvikmyndatökumaður sem skjalfesti allt sem gerðist í ferðinni og verður heimildarmynd um sumarbúðirnar væntanlega sýnd á RUV í haust.

Sumarbúðirnar eru skipulagðar af Dropanum, Styrktarfélag barna með sykursýki í samstarfi við Barnaspítalann. Inter Medica hefur undanfarin ár verið samstarfsfélagi sumarbúðanna.