SYKURSÝKI

Insúlíndæla er lítið tæki sem dælir insúlíni til líkamans jafnt og þétt í litlum skömmtum yfir sólahringinn. Dælan er stillt fyrirfram eftir því sem líkaminn þarf fyrir hvern og einn og því er t.d. hægt að hafa minni grunn yfir nóttina eða yfir ákveðið tímabil dagsins þegar blóðsykurinn iðulega hár. Þessi stöðugi insúlínskammtur kallast grunnskammtur (Basal). Einnig er gefinn máltíðarskammtur (Bolus) sem gefinn er fyrir máltíðir og til að lækka háan blóðsykur.

Engin nál er í líkamanum heldur fer insúlínið í gegnum plastlegg sem skipta þarf um á 3 daga fresti. Því er aðeins ein stunga þriðja hvern dag í stað 3-6 hjá þeim sem eru á pennameðferð. Með því er auðveldara að gefa sér margar insúlíngjafir á dag og líkja eftir heilbrigðu brisi. Insúlínleggurinn er yfirleitt staðsettur á maganum en einnig er hægt að hafa hann á rasskinn, upphaldlegg eða á læri. Plastleggurinn er ekki viðkvæmur fyrir hnjaski.

 

Fyrstu skrefin mynd