CareLink Personal

CareLink er meðferðarhugbúnaður sem hjálpar þér til að ná betri blóðsykursstjórn, þú getur skoðað skýrslur sem hjálpa þér til að skilja áhrif insúlíns, kolvetna og hreyfingar á blóðsykursgildin þín.

Ef þú ert að nota sykurnema þá sérð þú blóðsykursveiflurnar allan sólarhringinn, dag eftir dag og getur þannig séð orsakir og afleiðingar í einföldum súluritum, töflum og gröfum sem hjálpar til við að finna og skilgreina betur mynstur og vandamál.

CareLink er til í tveimur útgáfum, CareLink Personal og CareLink System sem er hugsað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Gögnin hlaðast upp í skýið með farsímanum þínum sem tengdur er við Insúlíndæluna þína. Þannig færð þú yfirlit og gröf yfir blóðsykur og mælingar frá sykurnema ef þú ert á sykurnemameðferð ásamt ítarlegum upplýsingum varðandi dælunotkunina.

Þú getur útbúið sambærilegar skýrslur í CareLink Personal og í CareLink System útgáfunni. Æskilegt er að þú tengir þinn aðgang við CareLink System hjá meðferðaraðila eða að þú búir til skýrslu til að deila með meðferðaraðila þegar þú mætir í eftirlit, þannig nýtist tíminn mun betur.

Ef þú ert á Guardian 4 meðferð þá átt þú að geta farið beint í það að útbúa skýrslur til að deila með meðferðaraðila.

Hér að neðan er slóðin fyrir CareLink Personal, hægt er að nota alla algenga vafra fyrir PC og MAC.

CareLink Personal