CareLink Personal

CareLink er meðferðarhugbúnaður sem hjálpar þér til að ná betri blóðsykursstjórn, þú getur skoðað skýrslur sem hjálpa þér til að skilja áhrif insúlíns, kolvetna og hreyfingar á blóðsykursgildin þín.

Ef þú ert að nota sykurnema þá sérð þú blóðsykursveiflurnar allan sólarhringinn, dag eftir dag og getur þannig séð orsakir og afleiðingar í einföldum súluritum, töflum og gröfum sem hjálpar til við að finna og skilgreina betur mynstur og vandamál.

CareLink er til í tveimur útgáfum, CareLink Personal sem er vistað á netinu og CareLink PRO sem er hugsað fyrir heilbrigðisstarfsfólk og er sett upp á viðkomandi tölvu.

Ef þú ert með Contour Link blóðsykursmæli getur þú hlaðið niður gögnunum þráðlaust frá insúlíndælunni með því að stinga blóðsykursmælinum í USB tengi alls staðar þar sem þú hefur aðgang að interneti og tölvu í gengum CareLink Personal. Þannig færð þú yfirlit og gröf yfir blóðsykur og mælingar frá sykurnema ef þú ert á sykurnemameðferð ásamt ítarlegum upplýsingum varðandi dælunotkunina.

Þú getur útbúið sambærilegar skýrslur í CareLink Personal og í PRO útgáfunni. Æskilegt er að þú búir til skýrslu og sendir á meðferðaraðila skömmu áður en þú mætir í eftirlit þannig nýtist tíminn mun betur.

Hér að neðan er slóðin fyrir CareLink Personal, hægt er að nota alla algenga vafra fyrir PC og MAC.

CareLink Personal

Hér koma leiðbeiningar, skref fyrir skref, hvernig þú stofnar aðgang að CareLink Personal og býrð til skýrslu til að skoða og senda á meðferðaraðila.

CareLink nýtt október 2018

Þú getur haft leiðbeiningarnar hér að ofan til hliðsjónar og horft á myndböndin hér að neðan varðandi aflestur af insúlíndælu.

Hvernig á að setja upp CareLink uploader(aflestrarhugbúnað)?

Hvernig á að lesa af insúlíndælu í CareLink?