Guardian 4 Smart CGM

Ef þú ert með sykursýki, þá getur Medtronic aðstoðað þig við að einfalda líf þitt. Þú getur nýtt þér Guardian 4 appið til að fylgjast með blóðsykrinum með sykurnema - þú getur fylgst með blóðsykrinum hvenær sem er og sama hvað þú ert að gera, einfaldlega með því að skoða stöðuna í símanum.

Með Guardian 4 sérðu blóðsykurgildin frá nemanum og þú getur tengt þau við strax við það sem þú ert að gera hverju sinni í farsímanum þínum. Með því að skoða stöðuna á skjánum sérð þú stöðuna á sykrinum frá nemanum og hvert hann er að stefna. Þú færð þó meiri upplýsingar en það. Það er auðvelt að setja upp aðvaranir fyrir háan og lágan blóðsykur og með því að gera það getur þú slakað á vitandi það að þú verður látin/n vita ef þú ert að nálgast blóðsykursfall eða of háan blóðsykur.

Hvað fleira? Það er líka auðvelt að deila sykurgildunum þínum með fjölskyldu eða vinum ef þú kýst að gera það. Þau geta fengið textaskilaboð þegar þú ferð niður fyrir þitt viðmiðunargildi. Guardian 4 getur hjálpað þér að finna til öryggiskenndar, þú getur slakað betur á og notið augnabliksins.

Guardian 4 virkar einungis fyrir ákveðin stýrikerfi á ákveðnum símum/tækjum, þú getur fylgst með því hér hvort þú sért með réttan síma/stýrikerfi.

Kostirnir við að nota Guardian 4

Þú getur fylgst með blóðsykrinum með því einu að líta á símann. Gögnin frá appinu eru uppfærð á 5 mínúnta fresti.

Skoðaðu sykursveiflurnar og uppgötvaðu hvernig þín daglega rútína hefur áhrif á blósykursgildin.

Fáðu viðvaranir sem henta þér þegar blóðsykurinn er að hækka, lækka eða nálgast þín viðmiðunarmörk.

Skráðu það sem þú ert að gera, kolvetni og insúlíngjöf.

 

 Download from the App Store