Paradigm Veo insúlíndæla

Hvað býður Paradigm Veo kerfið uppá?

 Paradigm Veo er ekki bara insúlíndæla. Dælan hefur verið sérhönnuð fyrir þig. Í fyrsta skipti í sögunni er meðferð við sykursýki komin á nýtt stig.

Paradigm Veo býður uppá Low Glucose Suspend tækni, tækni sem virkar þannig að dælan slekkur á insúlíngjöf þegar sykurgildi verða of lág og þannig er komið í veg fyrir alvarleg sykurföll. Insúlínælukerfið býður uppá samfellda sykurmælingu. Með þessari tækni færð þú allar þær upplýsingar sem þú þarft á að halda til að taka réttar ákvarðanir.

Sveigjanleiki

Þrátt fyrir að rannsóknir sýni fram á að CGM eða samfelld sykurmæling auðveldi og bæti meðferð við sykursýki þá skiljum við líka að ekki eru allir tilbúnir að fylgjast með blóðsykrinum með þessum hætti. Því segjum við að dælan sé tibúin fyrir samfellda sykurmælingu. Það þýðir einfaldlega að þú getur hvenær sem er hafið samfellda sykurmælingu, allt eftir þínum þörfum.

Þegar slökkt er á samfelldri sykurmælingu þá getur þú nýtt þér alla kosti dælunnar eins og grunnprógrömm, bolustegundir (máltíðar/leiðréttingar skammta) og Bolus Wizard reikniformúlu.

Aukið öryggi og nákvæmari stjórnun - Bolus Wizard - sér um útreikning og stingur uppá insúlínskammti með mat og til leiðréttingar

Frelsi - Þú ákvarðar sjálf/ur hvernig þú vilt hafa hlutina - borðar, sefur og stundar líkamsrækt þegar þér hentar

Auðveld í notkun - Einfaldleiki, auðvelt að að átta sig á og fylgja eftir leiðbeiningum á skjá

Áminning - Missed bolus reminder eða áminning um insúlíngjöf á matar/kaffitímum - getur hjálpað fólki við að koma í veg fyrir of háan blóðsykur

Lítil fyrirferð - Ekki stærri en farsími og hægt að festa við belti eða geyma í vasanum