Ávallt ætti að hafa blóðsykurmæli og insúlínpenna eða einnota sprautur fyrir insúlín meðferðis ef eitthvað skyldi koma fyrir dæluna þína.

Ef dæla bilar

Ef dælan bilar skiptir mestu máli að huga að blóðsykrinum, þ.e. mæla blóðsykurinn og gefa sér insúlín með insúlínpenna eða með einnota sprautu fyrir insúlín. Ef þú notar einnota sprautu geturðu dregið insúlín upp úr insúlínglasinu eða forðahylkinu. Þú getur fengið einnota sprautur fyrir insúlín hjá AZ Medica og í apótekum.

Þinn meðferðaraðili getur veitt þér ráðleggingar varðandi meðferðina og insúlíngjöf. Ef þörf krefur geturðu fengið samband við innkirtlasérfræðing á vakt á Landspítalanum með því að hringja í skiptiborðið í síma 543-1000.

Mikilvægt er að fylgjast með ketónum og gera viðeigandi ráðstafanir í samráði við innkirtlasérfræðing ef við á.

Þegar búið er að athuga með blóðsykurinn getur þú haft samband við okkur hjá AZ Medica og við gerum viðeigandi ráðstafanir og skiptum út biluðu dælunni við fyrsta tækifæri.

Hafðu samband

Á dagvinnutíma geturðu hringt í okkur í síma: 564-5055 eða sent tölvupóst á diabetes@medica.is.

Utan dagvinnutíma getur þú hringt í Þórunni í síma: 820-6903, Stefán í síma: 820-6908 eða Sigrúnu í síma: 820-6901