Simplera

Samfelld sykurmæling mælir sykurinn allan sólarhringinn með litlum sykurnema sem liggur undir húðinni, gögnin uppfærast í Simplera appinu á 5 mínútna fresti . Mælingin kemur frá millifrumavökvanum sem er vökvinn á milli frumnanna í líkamanum.

Ef þú sérð ekki heildarmyndina þá getur verið erfitt að taka upplýstar ákvarðanir, það sama á við um sykurgildin þín.

Sykurnemagögnin sýna þér betur sveiflurnar og hvert sykurinn er að stefna hverju sinni.

Samkvæmt rannsóknum náðu 3x fleiri sykurnema notendur HbA1c gildum undir 7,5% eða 58 mmól/mól og 14,5% notenda náðu meiri tíma innan marka (3,9-10 mmól/L).

Simplera neminn kemur forhlaðinn og tilbúinn til að vera settur upp. Upphitunartími er 2. klst en hægt er að setja upp nýjan áður en sá fyrri hefur klárast til að vinna sér í haginn og sleppa við upphitunartímann.

Frekari upplýsingar er hægt að sjá hér